Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 16:24 Hollywood-stjarnan giftist David Justice snemma á ferlinum áður en hún fékk Óskarsverðlaun, lék Storm í X-manna-myndunum og var Bond-stúlka. EPA David Justice, fyrrverandi eiginmaður Halle Berry, hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hafa greint frá því hvers vegna þau hjónin skildu á sínum tíma. Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu. Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira