Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 18:20 N1 hefur komið á gjaldskyldu á tveimur stöðum í borginni. Vísir/Vilhelm Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. Helga Harðardóttir vekur athygli á atvikinu á Facbeookhópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar segir hún frá því að hafa stokkið inn á Subway við N1 Hringbraut og í framhaldinu fengið 5750 króna rukkun í heimabankann sinn. Hún fékk þær skýringar frá N1 að um væri að ræða vangreiðslugjald sem rukkað ef fólk hefur dvalið lengur en 45 mínútur á bílastæði og láðst að skrá bílinn sinn í stæði. Bílar myndaðir við komu og brottför Helga vekur athygli á að við komu og brottför af bílastæðinu sé ekið framhjá myndavél sem tekur niður bílnúmer og þar með nákvæmlega hversu lengi bíl hefur verið lagt á stæðinu. „Ég skil ekki af hverju þau geta ekki bara rukkað mig eftir því. Ég er alveg tilbúin að borga það sem mér ber en ekki vangreiðslugjald upp á meira en fimm þúsund krónur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Hún sýni því fullan skilning að N1 þurfi að rukka fyrir bílastæði en spyr, fyrst fyrirtækið myndi allar komur og brottfarir, hvers vegna það geti ekki rukkað eftir því án þess að ökumenn hlaði niður forriti. „Síminn minn er ekki þannig að ég geti hlaðið niður öppum og það er fullt af fólki sem er ekki með svoleiðis síma,“ segir Helga. Hún segist ekki tilbúin að greiða gjaldið enn, hefur gert Neytendasamtökunum viðvart og bindur vonir við farsæl málalok. Ekki laus stæði fyrir viðskiptavinina Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Viðari Stefánssyni forstöðumanni einstaklingssviðs N1 er bæði hægt að greiða fyrir bílastæði með því að hlaða niður bílastæðaforritinu Easypark og með því að greiða í þar til gerðum sjálfsala við bílastæðin. Jón Viðar segir gjaldskyldu hafi verið komið á á stöðvum N1 við Borgartún og Hringbraut í vetur eftir að viðskiptavinir voru hættir að fá stæði við bensínstöðvarnar og fólk farið að leggja þar í langan tíma í senn til annarra erindagjörða en að versla við bensínstöðina. „Þetta var algjört neyðarúrræði hjá okkur, einfaldlega af því að það voru ekki laus stæði fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hann segir N1 hafa reynt ýmislegt til að vinna bug á vandanum en ekkert gengið fyrr en gjaldskyldu var komið á. Fyrirkomulagið hafi gengið vel að nokkrum tilfellum undanskildum. Þau tilfelli hafi verið leyst með hlutaðeigandi án frekari vandamála. „Við höfum engan áhuga á að vera með gjaldskyldu en við vorum tilneydd til að gera þetta þarna. Við erum ekki að gera þetta til þess að græða á þessu heldur til að geta boðið upp á stæði,“ segir Jón Viðar sem bendir á að hvergi annars staðar á landinu er rukkað fyrir stæði við bensínstöðvar N1. Uppbygging og viðhald kostnaðarsamt Bílastæðamálin hafa verið áberandi liður í umræðunni að undanförnu. Síðast í gær sagði sjálfur atvinnuvegaráðherra frá því að hafa verið rukkuð um sex þúsund krónur í samskonar slugsagjald eftir að hafa lagt við Kirkjufell á Snæfellsnesi um helgina. Hún segist hafa þurft að fara í töluverða rannsóknarvinnu til að komast á snoðir um hvaðan rukkunin hefði komið. Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka brást við málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. „Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga!“ Hann bendir á að eigendur bílastæða hafi lagt kostnað í uppbyggingu á bílastæðunum, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði. Því gefi að skilja að eigendurnir vilji gjarnan að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. „En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni,“ skrifar Freyr. Neytendur Bílastæði Reykjavík Bensín og olía Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Helga Harðardóttir vekur athygli á atvikinu á Facbeookhópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar segir hún frá því að hafa stokkið inn á Subway við N1 Hringbraut og í framhaldinu fengið 5750 króna rukkun í heimabankann sinn. Hún fékk þær skýringar frá N1 að um væri að ræða vangreiðslugjald sem rukkað ef fólk hefur dvalið lengur en 45 mínútur á bílastæði og láðst að skrá bílinn sinn í stæði. Bílar myndaðir við komu og brottför Helga vekur athygli á að við komu og brottför af bílastæðinu sé ekið framhjá myndavél sem tekur niður bílnúmer og þar með nákvæmlega hversu lengi bíl hefur verið lagt á stæðinu. „Ég skil ekki af hverju þau geta ekki bara rukkað mig eftir því. Ég er alveg tilbúin að borga það sem mér ber en ekki vangreiðslugjald upp á meira en fimm þúsund krónur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Hún sýni því fullan skilning að N1 þurfi að rukka fyrir bílastæði en spyr, fyrst fyrirtækið myndi allar komur og brottfarir, hvers vegna það geti ekki rukkað eftir því án þess að ökumenn hlaði niður forriti. „Síminn minn er ekki þannig að ég geti hlaðið niður öppum og það er fullt af fólki sem er ekki með svoleiðis síma,“ segir Helga. Hún segist ekki tilbúin að greiða gjaldið enn, hefur gert Neytendasamtökunum viðvart og bindur vonir við farsæl málalok. Ekki laus stæði fyrir viðskiptavinina Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Viðari Stefánssyni forstöðumanni einstaklingssviðs N1 er bæði hægt að greiða fyrir bílastæði með því að hlaða niður bílastæðaforritinu Easypark og með því að greiða í þar til gerðum sjálfsala við bílastæðin. Jón Viðar segir gjaldskyldu hafi verið komið á á stöðvum N1 við Borgartún og Hringbraut í vetur eftir að viðskiptavinir voru hættir að fá stæði við bensínstöðvarnar og fólk farið að leggja þar í langan tíma í senn til annarra erindagjörða en að versla við bensínstöðina. „Þetta var algjört neyðarúrræði hjá okkur, einfaldlega af því að það voru ekki laus stæði fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hann segir N1 hafa reynt ýmislegt til að vinna bug á vandanum en ekkert gengið fyrr en gjaldskyldu var komið á. Fyrirkomulagið hafi gengið vel að nokkrum tilfellum undanskildum. Þau tilfelli hafi verið leyst með hlutaðeigandi án frekari vandamála. „Við höfum engan áhuga á að vera með gjaldskyldu en við vorum tilneydd til að gera þetta þarna. Við erum ekki að gera þetta til þess að græða á þessu heldur til að geta boðið upp á stæði,“ segir Jón Viðar sem bendir á að hvergi annars staðar á landinu er rukkað fyrir stæði við bensínstöðvar N1. Uppbygging og viðhald kostnaðarsamt Bílastæðamálin hafa verið áberandi liður í umræðunni að undanförnu. Síðast í gær sagði sjálfur atvinnuvegaráðherra frá því að hafa verið rukkuð um sex þúsund krónur í samskonar slugsagjald eftir að hafa lagt við Kirkjufell á Snæfellsnesi um helgina. Hún segist hafa þurft að fara í töluverða rannsóknarvinnu til að komast á snoðir um hvaðan rukkunin hefði komið. Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka brást við málinu í aðsendri grein á Vísi í dag. „Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga!“ Hann bendir á að eigendur bílastæða hafi lagt kostnað í uppbyggingu á bílastæðunum, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði. Því gefi að skilja að eigendurnir vilji gjarnan að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. „En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni,“ skrifar Freyr.
Neytendur Bílastæði Reykjavík Bensín og olía Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“