Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar 13. ágúst 2025 18:01 Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun