Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 16:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að tryggja eftirlit með Sjúkratryggingum. Vísir/Vilhelm Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september. Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Ákvörðunin um að hætta niðurgreiðslu á svokallaðri vökvagjafarmeðferð byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Orðalagið skaðlegt Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Samtökin um POTS segja orðalag heilbrigðisráðherra skaðlegt. „Það að setja meðferð undir hatt trúar gefur í skyn að árangur meðferðar byggist á ímyndun eða sannfæringu einstaklings sem er skaðlegt. Dregur það úr trúverðugleika og reynslu þeirra sem hafa fengið greiningu á raunverulegu heilkenni gagnvart almenningi og heilbrigðisyfirvöldum. Einnig er það til þess fallið að gera lítið úr þeim úrræðum sem læknar geta boðið upp á og þeirra klínísku reynslu og þekkingu. Þess utan eru ummæli Ölmu Möller þvert á stefnumál eigin flokks þar sem tekið er sérstaklega fram að leggja þurfi áherslu á að ,,auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sértækum sjúkdómum kvenna og bæta þjónustu vegna þeirra.” Staðreyndin er sú að mikill meirihluti þeirra sem greinast með POTS eru konur á aldrinum 15-50 ára,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Krefjast fundar Þau krefjast þess að haldinn verði fundur milli fulltrúa félagsins og heilbrigðisráðherra til að ræða málið af fullri alvöru. Samtökin taka fram að þau hafi sent formlegt erindi og óskað eftir slíkum fundi. Þá krefjast þau einnig að ráðherra dragi ummæli sín til baka og viðurkenni að vökvagjöf hafi raunverulegan klínískan ávinning fyrir stóran hóp fólks með POTS. Jafnframt að ákvörðunin um að hætta greiðsluþátttöku verði endurskoðuð með hliðsjón af lífsgæðaskerðingu sem hún mun hafa í för með sér og skapaður verði rammi í kringum þau meðferðarúrræði sem í boði eru. Samtökin standa einnig að undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Við munum beita öllum tiltækum leiðum til að verja rétt okkar tilmeðferðar sem gerir okkur kleift að lifa virku og mannsæmandi lífi,“ segir í yfirlýsingu frá Samtökunum um POTS á Íslandi. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. 11. ágúst 2025 21:57 „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. 11. ágúst 2025 12:59 „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Ákvörðunin um að hætta niðurgreiðslu á svokallaðri vökvagjafarmeðferð byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Orðalagið skaðlegt Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Samtökin um POTS segja orðalag heilbrigðisráðherra skaðlegt. „Það að setja meðferð undir hatt trúar gefur í skyn að árangur meðferðar byggist á ímyndun eða sannfæringu einstaklings sem er skaðlegt. Dregur það úr trúverðugleika og reynslu þeirra sem hafa fengið greiningu á raunverulegu heilkenni gagnvart almenningi og heilbrigðisyfirvöldum. Einnig er það til þess fallið að gera lítið úr þeim úrræðum sem læknar geta boðið upp á og þeirra klínísku reynslu og þekkingu. Þess utan eru ummæli Ölmu Möller þvert á stefnumál eigin flokks þar sem tekið er sérstaklega fram að leggja þurfi áherslu á að ,,auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sértækum sjúkdómum kvenna og bæta þjónustu vegna þeirra.” Staðreyndin er sú að mikill meirihluti þeirra sem greinast með POTS eru konur á aldrinum 15-50 ára,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Krefjast fundar Þau krefjast þess að haldinn verði fundur milli fulltrúa félagsins og heilbrigðisráðherra til að ræða málið af fullri alvöru. Samtökin taka fram að þau hafi sent formlegt erindi og óskað eftir slíkum fundi. Þá krefjast þau einnig að ráðherra dragi ummæli sín til baka og viðurkenni að vökvagjöf hafi raunverulegan klínískan ávinning fyrir stóran hóp fólks með POTS. Jafnframt að ákvörðunin um að hætta greiðsluþátttöku verði endurskoðuð með hliðsjón af lífsgæðaskerðingu sem hún mun hafa í för með sér og skapaður verði rammi í kringum þau meðferðarúrræði sem í boði eru. Samtökin standa einnig að undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Við munum beita öllum tiltækum leiðum til að verja rétt okkar tilmeðferðar sem gerir okkur kleift að lifa virku og mannsæmandi lífi,“ segir í yfirlýsingu frá Samtökunum um POTS á Íslandi.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. 11. ágúst 2025 21:57 „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. 11. ágúst 2025 12:59 „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. 11. ágúst 2025 21:57
„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. 11. ágúst 2025 12:59
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46