„Hamfarir og ekkert annað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 20:26 Gunnar Örn Petersem er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira