Fótbolti

Breiða­blik fer til San Marínó

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valgeir Valgeirsson skoraði örlagaríkt sjálfsmark í kvöld en vonin um Sambandsdeildina lifir.
Valgeir Valgeirsson skoraði örlagaríkt sjálfsmark í kvöld en vonin um Sambandsdeildina lifir. vísir / ernir

Breiðablik er á leiðinni til San Marínó og mætir Virtus í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudag og sá síðari á heimavelli Virtus þarnæsta fimmtudag.

Breiðablik tapaði fyrr í kvöld einvígi sínu gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu/Hersegóvínu og mætir sigurvegaranum úr einvígi Virtus frá San Marínó og Milsami frá Moldóvu.

Allt leit út fyrir að Virtus myndi tapa en liðinu tókst að snúa einvíginu við í seinni leiknum og fór með samanlagðan 5-3 sigur.

Breiðablik mætir því Virtus en drátturinn telst nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið voru í pottinum.

Breiðablik fær fyrri leikinn á heimavelli, fimmtudaginn 21. ágúst, og spilar svo seinni leikinn á útivelli, 28. ágúst. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í Sambandsdeildinni.

Blikarnir fá frí milli leikja því deildarleik þeirra við ÍA, sem átti að fara fram sunnudaginn 24. ágúst, hefur verið frestað til 11. september.

Fréttin hefur verið leiðrétt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×