Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2025 10:16 Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira