Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2025 13:00 Clement Bischoff verður í leikbanni í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu, eftir rauða spjaldið gegn Víkingi í gær. Getty/Boris Streubel Þrátt fyrir að Bröndby-fólk hafi haft mikla ástæðu til að gleðjast í gærkvöld, eftir magnaðan 4-0 sigur gegn Víkingi sem kom liðinu í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þá vörpuðu ljót skilaboð til eins leikmanna liðsins skugga á fögnuðinn. Bröndby hafði tapað 3-0 í Fossvogi í síðustu viku og staða liðsins varð enn verri í fyrri hálfleik í Danmörku í gær, þegar hinn 19 ára gamli Clement Bischoff fékk beint rautt spjald fyrir að stappa viljandi á maga Tariks Ibrahimagic. Bröndby endaði þó á að vinna 4-0 og einvígið þar með 4-3 en það kom ekki í veg fyrir að hatursfull og ljót skilaboð væru send á Bischoff í gegnum samfélagsmiðla. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Bröndby. „Í tengslum við sigurinn á fimmtudag hefur Clement Bischoff fengið hatursfull og rasísk skilaboð sem og líflátshótanir. Bröndby IF tekur harða afstöðu gegn þessum viðbjóðslegu hatursskilaboðum og hótunum sem Clement hefur fengið, og gegn öllum hatursskilaboðum, og ekki síður gegn þeim sem þau senda. Ekkert réttlætir svona forkastanlega hegðun og það að hóta leikmönnum eða starfsmönnum félagsins fer yfir öll mörk varðandi það hvað félagið getur sætt sig við,“ segir í tilkynningunni þar sem tekið er fram að unnið verði náið með yfirvöldum og allt reynt til að finna sökudólgana og sjá til þess að þeir taki afleiðingum gjörða sinna. Staðið verði þétt við bakið á Clement. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Bröndby hafði tapað 3-0 í Fossvogi í síðustu viku og staða liðsins varð enn verri í fyrri hálfleik í Danmörku í gær, þegar hinn 19 ára gamli Clement Bischoff fékk beint rautt spjald fyrir að stappa viljandi á maga Tariks Ibrahimagic. Bröndby endaði þó á að vinna 4-0 og einvígið þar með 4-3 en það kom ekki í veg fyrir að hatursfull og ljót skilaboð væru send á Bischoff í gegnum samfélagsmiðla. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Bröndby. „Í tengslum við sigurinn á fimmtudag hefur Clement Bischoff fengið hatursfull og rasísk skilaboð sem og líflátshótanir. Bröndby IF tekur harða afstöðu gegn þessum viðbjóðslegu hatursskilaboðum og hótunum sem Clement hefur fengið, og gegn öllum hatursskilaboðum, og ekki síður gegn þeim sem þau senda. Ekkert réttlætir svona forkastanlega hegðun og það að hóta leikmönnum eða starfsmönnum félagsins fer yfir öll mörk varðandi það hvað félagið getur sætt sig við,“ segir í tilkynningunni þar sem tekið er fram að unnið verði náið með yfirvöldum og allt reynt til að finna sökudólgana og sjá til þess að þeir taki afleiðingum gjörða sinna. Staðið verði þétt við bakið á Clement.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira