Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 23:24 Trump og Pútín fóru með sitthvora yfirlýsinguna á sitthvoru tungumálinu. ap Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira