Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 11:08 Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá myndband af leigubílstjóra rífast við ferðamenn. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. „Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“ Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira