Veður

Hitamet aldarinnar slegið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Egilsstaðir. Mynd úr safni.
Egilsstaðir. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands á samfélagsmiðlum.

„Óvenju hlýr loftmassi kom upp að landinu með látum í gær. Þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu en hiti á því austanverðu,“ segir í tilkynningunni.

Á sama tíma og hitinn slefaði upp í þrjátíu gráður fyrir austan voru gular viðvaranir í gildi á Breiðfirði, Vestfjörðum og Ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×