Innlent

Eldur á svölum reyndist vera í­búi að grilla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Íbúinn grillaði á svölum sínum í fjölbýlishúsi í Breiðholti.
Íbúinn grillaði á svölum sínum í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Aðstoðar lögreglu var óskað vegna tveggja manna sem búnir voru að hreiðra um sig í sjónvarpsherbergi á dvalarheimili. Þeim var vísað á brott án vandræða.

Þetta var á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um fimmleytið i dag voru 64 mál bókuð í kerfum lögreglu frá því fimm í morgun.

Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, veittu lögreglumenn bíl athygli en skráningarmerki bifreiðarinnar pössuðu ekki við gerð bílsins sem þau voru á. Ökumanni var gert að stöðva bílinn og reyndist hann réttindalaus og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann verður einnig kærður fyrir skjalafals.

Lögregla og slökkvilið var sent á forgangi að fjölbýlishúsi í Breiðholti vegna tilkynningar um eld á svölum. Eldsvoðinn reyndist hins vegar vera íbúi að grilla og engin hætta á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×