Trump sagður hlynntur afsali lands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 00:06 Pútín og Trump heilsast innilega í Alaska í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira