Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 11:01 Aðalmeðferð hefst eftir rúma viku. Vísir/Anton Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35