„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 17:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Umræða um bílastæðagjöld hefur verið áberandi að undanförnu og ekki síst um vangreiðslugjöld sem lögð eru á ökumenn sem ekki greiða bílastæðagjöld í tíma. Samkvæmt reglugerð er hámark innheimtuviðvörunar 950 krónur og fyrir kröfur undir 3000 krónum má ekki rukka meira en 1300 krónur í vangreiðslugjald. Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin telja þessa álagningu vera kolólöglega. „Við höfum bent Atvinnuvegaráðuneytinu á það sem fer með eftirlit með innheimtulögum, við höfum bent fjármálaeftiliti seðlabanka á það sem fer með eftirlit með fyrirtækjum í innheimtustarfsemi. Þá höfum við einnig bent á að danski umboðsmaður neytenda hafi úrskurðað um að þessi gjöld séu innheimta og eigi þar með að fara að innheimtulögum,“ sagði Breki í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki alltaf neytandanum að kenna ef greiðsla berst ekki Breki nefnir einnig að gefa eigi fólki frest til að klára sín mál fái það sekt hafi það misfarist að greiða. Ekki sé alltaf neytandanum um að kenna berist greiðsla ekki. „Við höfum dæmi um það að greiðslustaðir hafi verið bilaðir, öppin biluð eða sýnt ranga stöðu bíls. Þau sem leita til okkar eru öll af vilja gerð að greiða þetta þjónustugjald en einhverra hluta vegna hefur það ekki alltaf tekist.“ Dæmi eru um fólk hafi verið rukkað um allt að 7500 krónur í vangreiðslugjöld sem er tæplega 600% meira en leyfilegt. „Stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum“ Samkvæmt innheimtulögum og fyrirtæki sem innheimta bílastæðagjöld fyrir þriðja aðila þurfa að vera með innheimtuleyfi sem fjármálaeftirlitið úthlutar. Breki segir að leiða megi líkur að því að ekkert fyrirtækjanna sem rukki himinhá vangreiðslugjöld sé með slíkt leyfi. Neytendasamtökin óskuðu í vor eftir upplýsingum um slík leyfi sem hafa verið veitt og bíða enn eftir svörum frá atvinnuvegaráðuneyti. „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi, það bara gengur ekki.“ Atvinnuvegaráðuneytið á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með innheimtulögum og Breki segir að ráðuneytið hljóti að bregðast við. „Það er alveg stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum. Við höfum bent á þetta lengi, FÍB hefur bent á þetta lengi og ekkert hefur gerst í meira en ár.“ Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Umræða um bílastæðagjöld hefur verið áberandi að undanförnu og ekki síst um vangreiðslugjöld sem lögð eru á ökumenn sem ekki greiða bílastæðagjöld í tíma. Samkvæmt reglugerð er hámark innheimtuviðvörunar 950 krónur og fyrir kröfur undir 3000 krónum má ekki rukka meira en 1300 krónur í vangreiðslugjald. Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin telja þessa álagningu vera kolólöglega. „Við höfum bent Atvinnuvegaráðuneytinu á það sem fer með eftirlit með innheimtulögum, við höfum bent fjármálaeftiliti seðlabanka á það sem fer með eftirlit með fyrirtækjum í innheimtustarfsemi. Þá höfum við einnig bent á að danski umboðsmaður neytenda hafi úrskurðað um að þessi gjöld séu innheimta og eigi þar með að fara að innheimtulögum,“ sagði Breki í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki alltaf neytandanum að kenna ef greiðsla berst ekki Breki nefnir einnig að gefa eigi fólki frest til að klára sín mál fái það sekt hafi það misfarist að greiða. Ekki sé alltaf neytandanum um að kenna berist greiðsla ekki. „Við höfum dæmi um það að greiðslustaðir hafi verið bilaðir, öppin biluð eða sýnt ranga stöðu bíls. Þau sem leita til okkar eru öll af vilja gerð að greiða þetta þjónustugjald en einhverra hluta vegna hefur það ekki alltaf tekist.“ Dæmi eru um fólk hafi verið rukkað um allt að 7500 krónur í vangreiðslugjöld sem er tæplega 600% meira en leyfilegt. „Stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum“ Samkvæmt innheimtulögum og fyrirtæki sem innheimta bílastæðagjöld fyrir þriðja aðila þurfa að vera með innheimtuleyfi sem fjármálaeftirlitið úthlutar. Breki segir að leiða megi líkur að því að ekkert fyrirtækjanna sem rukki himinhá vangreiðslugjöld sé með slíkt leyfi. Neytendasamtökin óskuðu í vor eftir upplýsingum um slík leyfi sem hafa verið veitt og bíða enn eftir svörum frá atvinnuvegaráðuneyti. „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi, það bara gengur ekki.“ Atvinnuvegaráðuneytið á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með innheimtulögum og Breki segir að ráðuneytið hljóti að bregðast við. „Það er alveg stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum. Við höfum bent á þetta lengi, FÍB hefur bent á þetta lengi og ekkert hefur gerst í meira en ár.“
Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“