Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 10:32 Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Í miðborginni er ástandið sérstaklega alvarlegt; íbúar, verslunareigendur og gestir keppast um hvert laust pláss. Þetta veldur ekki aðeins pirringi heldur hefur bein áhrif á viðskipti, umhverfi og lífsgæði borgarbúa. Skortur á stæðum dregur úr aðgengi Margar götur eldri hverfa sem áður var auðvelt að leggja í, eru nú þaktar bílum nánast allan sólarhringinn - og í mörgum tilfellum þurfa íbúar að leggja langt frá heimilum sínum. Í sumum nýrri hverfum þar sem leggja átti meiri áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíls á hvert heimili, hafa bílar sem ekki eiga fast stæði hrannast upp á hvern þann flöt sem hægt er að leggja á. Fyrir verslunareigendur og veitingastaði miðsvæðis er skortur á bílastæðum bein ógn við rekstur. Viðskiptavinir forðast að koma ef þeir vita að það er erfitt að finna stæði eða of seinvirkt og flókið að leggja í bílastæðahús þar sem kannski fleiri en einn aðili eru að rukka fyrir stæði í sama húsi. Áhrif á samgöngur og umhverfi Þegar fólk þarf að keyra hring eftir hring í leit að stæði eykst bæði umferð og mengun. Þetta er sérlega mótsagnakennt í ljósi þess að Reykjavík vill draga úr útblæstri og stuðla að vistvænum ferðamátum. Þótt borgin hafi réttilega lagt áherslu á hjólastíga og almenningssamgöngur, er raunveruleikinn sá að stór hluti íbúa er háður bíl – sérstaklega fjölskyldur með börn, eldri borgarar og þeir sem búa í úthverfum þar sem þjónusta er ekki í göngufæri. Lausnir sem þarf að hrinda í framkvæmd Til að bæta ástandið þarf að horfa til fjölþættra lausna: Byggja bílahús og fjölhæf stæðahús – Sérstaklega í miðborg og þéttbýlum hverfum. Þau gætu hýst bæði langtíma- og skammtímastæði, með gjaldtöku sem stýrir notkun. Mikilvægt er að bjóða upp á nokkra möguleika varðandi áskriftarleiðir fyrir fyrir íbúa og aðra sem á því þurfa að halda. Sérstaklega þarf að koma til móts við íbúa sem þurfa að greiða fyrir stæði fyrir utan heimili sín. Hugmyndasamkeppni og nýsköpun - Hægt væri að fara í ákveðna hugmyndasamkeppni varðandi frumlegar útfærslur á hönnun bílastæðahúsa með einfaldleika og hagkvæmni í huga. Bílastæðahús þurfa ekki alltaf að vera lokuð og upphituð - hægt væri að hafa þau meira opin og einfaldari - þannig yrði væntanlegra fljótlegra og ódýrara að byggja þau. Einnig þurfa þau að falla vel inn í umhverfið. Endurskoða bílastæðastefnu vegna nýrra bygginga – Í mörgum tilfellum er gert ráð fyrir of fáum stæðum í nýjum íbúðakjörnum, sem veldur strax vanda í nágrenninu. Uppfæra þarf bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar og tryggja að lágmarki eitt bílastæði fylgi hverri nýrri íbúð. Reynslan hefur sýnt að það er nauðsynlegt. Einfalda þarf innheimtu bílastæðagjalda - Í dag eru margir aðilar að rukka fyrir samliggjandi bílastæði í borginni og dæmi um að fólk sem greitt hefur fyrir stæði hjá einum aðila hafi verið sektað fyrir sama stæði hjá öðrum vegna misvísandi upplýsinga. Betra aðgengi að upplýsingum – Stafrænar lausnir sem sýna í rauntíma hvar laus stæði eru myndi draga úr umferðarleit. Viðbótarlausn við app í síma myndi auðvelda fólki að fylgjast með lausum stæðum og þannig spara bæði tíma, peninga og minnka bæði svifryk og mengun. Svo þarf að leggja meiri áherslu á tilkynningarskyldu þeirra sem eru að rukka fyrir stæði þannig fólk viti með óyggjandi hætti ef það á ógreidda reikninga vegna stæða sem það telur sig hafa borgað fyrir. Samræmd nálgun nauðsynleg Borgaryfirvöld verða að vinna með íbúum og atvinnulífi að lausnum sem taka bæði mið af núverandi þörf og framtíðarstefnu um sjálfbærar samgöngur. Að draga úr framboði stæða án þess að tryggja raunhæfan valkost fyrir flesta borgarbúa er uppskrift að óánægju og auknu álagi á borgina. Ef Reykjavík ætlar sér að vera borg fyrir alla, verður hún að tryggja að aðgengi að bílastæðum sé nægjanlegt, sanngjarnt og vel skipulagt. Það er kominn tími til að hætta að tala um vandann og byrja á því að hugsa í lausnum og skipuleggja framkvæmdir. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Flokkur fólksins Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Bílastæðamál í Reykjavík hafa lengi verið umdeild og ekki að ástæðulausu. Þéttari byggð, aukinn bílafjöldi ásamt því að nýju húsnæði á þéttingarreitum fylgja ekki stæði öllum íbúðum - hefur skapað aðstæður þar sem framboð á stæðum nær ekki að mæta eftirspurn. Í miðborginni er ástandið sérstaklega alvarlegt; íbúar, verslunareigendur og gestir keppast um hvert laust pláss. Þetta veldur ekki aðeins pirringi heldur hefur bein áhrif á viðskipti, umhverfi og lífsgæði borgarbúa. Skortur á stæðum dregur úr aðgengi Margar götur eldri hverfa sem áður var auðvelt að leggja í, eru nú þaktar bílum nánast allan sólarhringinn - og í mörgum tilfellum þurfa íbúar að leggja langt frá heimilum sínum. Í sumum nýrri hverfum þar sem leggja átti meiri áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíls á hvert heimili, hafa bílar sem ekki eiga fast stæði hrannast upp á hvern þann flöt sem hægt er að leggja á. Fyrir verslunareigendur og veitingastaði miðsvæðis er skortur á bílastæðum bein ógn við rekstur. Viðskiptavinir forðast að koma ef þeir vita að það er erfitt að finna stæði eða of seinvirkt og flókið að leggja í bílastæðahús þar sem kannski fleiri en einn aðili eru að rukka fyrir stæði í sama húsi. Áhrif á samgöngur og umhverfi Þegar fólk þarf að keyra hring eftir hring í leit að stæði eykst bæði umferð og mengun. Þetta er sérlega mótsagnakennt í ljósi þess að Reykjavík vill draga úr útblæstri og stuðla að vistvænum ferðamátum. Þótt borgin hafi réttilega lagt áherslu á hjólastíga og almenningssamgöngur, er raunveruleikinn sá að stór hluti íbúa er háður bíl – sérstaklega fjölskyldur með börn, eldri borgarar og þeir sem búa í úthverfum þar sem þjónusta er ekki í göngufæri. Lausnir sem þarf að hrinda í framkvæmd Til að bæta ástandið þarf að horfa til fjölþættra lausna: Byggja bílahús og fjölhæf stæðahús – Sérstaklega í miðborg og þéttbýlum hverfum. Þau gætu hýst bæði langtíma- og skammtímastæði, með gjaldtöku sem stýrir notkun. Mikilvægt er að bjóða upp á nokkra möguleika varðandi áskriftarleiðir fyrir fyrir íbúa og aðra sem á því þurfa að halda. Sérstaklega þarf að koma til móts við íbúa sem þurfa að greiða fyrir stæði fyrir utan heimili sín. Hugmyndasamkeppni og nýsköpun - Hægt væri að fara í ákveðna hugmyndasamkeppni varðandi frumlegar útfærslur á hönnun bílastæðahúsa með einfaldleika og hagkvæmni í huga. Bílastæðahús þurfa ekki alltaf að vera lokuð og upphituð - hægt væri að hafa þau meira opin og einfaldari - þannig yrði væntanlegra fljótlegra og ódýrara að byggja þau. Einnig þurfa þau að falla vel inn í umhverfið. Endurskoða bílastæðastefnu vegna nýrra bygginga – Í mörgum tilfellum er gert ráð fyrir of fáum stæðum í nýjum íbúðakjörnum, sem veldur strax vanda í nágrenninu. Uppfæra þarf bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar og tryggja að lágmarki eitt bílastæði fylgi hverri nýrri íbúð. Reynslan hefur sýnt að það er nauðsynlegt. Einfalda þarf innheimtu bílastæðagjalda - Í dag eru margir aðilar að rukka fyrir samliggjandi bílastæði í borginni og dæmi um að fólk sem greitt hefur fyrir stæði hjá einum aðila hafi verið sektað fyrir sama stæði hjá öðrum vegna misvísandi upplýsinga. Betra aðgengi að upplýsingum – Stafrænar lausnir sem sýna í rauntíma hvar laus stæði eru myndi draga úr umferðarleit. Viðbótarlausn við app í síma myndi auðvelda fólki að fylgjast með lausum stæðum og þannig spara bæði tíma, peninga og minnka bæði svifryk og mengun. Svo þarf að leggja meiri áherslu á tilkynningarskyldu þeirra sem eru að rukka fyrir stæði þannig fólk viti með óyggjandi hætti ef það á ógreidda reikninga vegna stæða sem það telur sig hafa borgað fyrir. Samræmd nálgun nauðsynleg Borgaryfirvöld verða að vinna með íbúum og atvinnulífi að lausnum sem taka bæði mið af núverandi þörf og framtíðarstefnu um sjálfbærar samgöngur. Að draga úr framboði stæða án þess að tryggja raunhæfan valkost fyrir flesta borgarbúa er uppskrift að óánægju og auknu álagi á borgina. Ef Reykjavík ætlar sér að vera borg fyrir alla, verður hún að tryggja að aðgengi að bílastæðum sé nægjanlegt, sanngjarnt og vel skipulagt. Það er kominn tími til að hætta að tala um vandann og byrja á því að hugsa í lausnum og skipuleggja framkvæmdir. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun