Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Nikótínpúðar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun