Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 13:38 Flugeldasýningin á Menningarnótt verður klukkutíma fyrr á ferðinni en áður. vísir/vilhelm Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. 24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira