Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2025 13:13 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir geta brugðið til beggja vona á fundi dagsins. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira