Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2025 14:10 Fundinum lauk um tíuleytið í kvöld. Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira