Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 08:46 Maðurinn fannst illa haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira