Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 11:32 Geir Þorsteinsson, Hafþór Júlíus Björnsson og Klara Bjartmarz eru í efstu þremur sætunum. Samsett mynd Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands 2025, er langtekjuhæsti íþróttamaður landsins samkvæmt nýjasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.). Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.).
Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000
Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira