Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2025 21:01 Hilmar Gunnarsson er verkefnastjóri Í túninu heima. Vísir/Lýður Valberg Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira