Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 07:30 Alexander Rafn Pálmason hefur slegið hvert metið á fætur öðru sem yngsti leikmaður efstu deildar hér á landi og mun svo halda áfram að þróast sem leikmaður Nordsjælland frá og með næsta sumri. Samsett/Vísir/FCN Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig. Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig.
Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira