Erfitt að horfa á félagana detta út Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Hilmar Smári segir erfitt að sjá landsliðsfélaga kvarnast úr hópi Íslands en fagnar því að lokahópurinn sé klár. Spennan er mikil fyrir EM. Vísir/Bjarni „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum