Enski boltinn

Valdi úr­vals­lið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sóli Hólm valdi hörkulið Púllara.
Sóli Hólm valdi hörkulið Púllara. Sýn Sport

Grínistinn Sóli Hólm fékk verðugt verkefni í fyrsta þætti Varsjárinnar á Sýn Sport. Hann þurfti að velja fimm manna lið af leikmönnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að Mohamed Salah kemst ekki í liðið.

Sóli fékk heimaverkefni í aðdraganda þáttar gærkvöldsins þar sem fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar var gerð upp á léttu nótunum. Hann þurfti að velja fimm manna lið Liverpool-manna úr deildinni. Eitthvað kom á óvart á meðan annað var óvæntara í valinu.

Klippa: Sóli velur fimm manna lið úr sögu Liverpool

Steven Gerrard er að til að mynda í liðinu enda með „allt þetta besta sem við Samfélagið elskum“ samkvæmt Sóla sem er sjálftitlaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi.

Albert Brynjar Ingason lagði þá til að Svisslendingurinn Stepháne Henchoz fengi sæti í vörninni á liði Sóla. Sóli sagði annan ofar á lista til annan mann í vörn liðs síns.

„Ég hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina. Það er gæji sem clutchar.“

Fimm manna lið Sóla Hólm og skýringar hans fyrir vali sínu má sjá í spilaranum.

Varsjáin er á dagskrá öll þriðjudagskvöld á Sýn Sport þar sem hver umferð í enska boltanum er gerð upp á léttum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×