Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 12:51 Þróttarar eru í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina. Leikmenn áttu enga sök á sektinni sem félagið hefur nú hlotið. Facebook/Þróttur Vogum Þróttur Vogum hefur hlotið 200.000 króna sekt vegna vítaverðrar framkomu áhorfanda á leik liðsins við KFG í Garðabæ í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt frétt Fótbolta.net beindist framkoma áhorfandans að dómurum leiksins og mun hann hafa látið dómarana heyra það áður en hann hrækti svo og lenti hrákann á einum af dómurunum. Þó að leikurinn hafi farið fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og verið heimaleikur KFG þá hlaut Þróttur Vogum sektina þar sem að um var að ræða stuðningsmann gestaliðsins. Af leikskýrslu að dæma var mikill hiti í leiknum en honum lauk með 4-3 sigri KFG og hlutu tveir leikmanna Þróttar beint rautt spjald í leiknum. Hreinn Ingi Örnólfsson, sem skorað hafði fyrsta mark leiksins, var rekinn af velli á 66. mínútu áður en Djordje Biberdzic kom KFG í 3-2 úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson var svo einnig sendur í bað í uppbótartíma leiksins. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, harmar í samtali við Fótbolta.net hegðun stuðningsmannsins: „Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist, og við munum taka þetta alvarlega innan félagsins,“ segir Marteinn og munu Þróttarar ekki áfrýja úrskurðinum. Þeir ætla að gera ráðstafanir til þess að draga úr líkum á að sagan endurtaki sig og munu framvegis fjórir gæsluliðar mæta á útileiki Þróttar það sem eftir er tímabils, að sögn Marteins. Þá krefst hann þess að áhorfandinn gefi sig fram. Eftir 18 umferðir af 22 á Þróttur góða möguleika á að komast upp úr 2. deildinni. Liðið er í 2. sæti með 33 stig, tveimur stigum á eftir Ægi og stigi á undan Gróttu en einnig er skammt niður í Dalvík/Reyni (29), Hauka (28) og Kormák/Hvöt (28). Þróttur Vogum Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Samkvæmt frétt Fótbolta.net beindist framkoma áhorfandans að dómurum leiksins og mun hann hafa látið dómarana heyra það áður en hann hrækti svo og lenti hrákann á einum af dómurunum. Þó að leikurinn hafi farið fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og verið heimaleikur KFG þá hlaut Þróttur Vogum sektina þar sem að um var að ræða stuðningsmann gestaliðsins. Af leikskýrslu að dæma var mikill hiti í leiknum en honum lauk með 4-3 sigri KFG og hlutu tveir leikmanna Þróttar beint rautt spjald í leiknum. Hreinn Ingi Örnólfsson, sem skorað hafði fyrsta mark leiksins, var rekinn af velli á 66. mínútu áður en Djordje Biberdzic kom KFG í 3-2 úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson var svo einnig sendur í bað í uppbótartíma leiksins. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, harmar í samtali við Fótbolta.net hegðun stuðningsmannsins: „Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist, og við munum taka þetta alvarlega innan félagsins,“ segir Marteinn og munu Þróttarar ekki áfrýja úrskurðinum. Þeir ætla að gera ráðstafanir til þess að draga úr líkum á að sagan endurtaki sig og munu framvegis fjórir gæsluliðar mæta á útileiki Þróttar það sem eftir er tímabils, að sögn Marteins. Þá krefst hann þess að áhorfandinn gefi sig fram. Eftir 18 umferðir af 22 á Þróttur góða möguleika á að komast upp úr 2. deildinni. Liðið er í 2. sæti með 33 stig, tveimur stigum á eftir Ægi og stigi á undan Gróttu en einnig er skammt niður í Dalvík/Reyni (29), Hauka (28) og Kormák/Hvöt (28).
Þróttur Vogum Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira