Enski boltinn

Kannast ekkert við full­yrðingar Fabrizio Romano

Valur Páll Eiríksson skrifar
Akanji fagnar Meistaradeildartitli City ásamt Erling Haaland árið 2023.
Akanji fagnar Meistaradeildartitli City ásamt Erling Haaland árið 2023. Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images

Manuel Akanji, varnarmaður Manchester City, brást við færslu ítalska blaðamannsins Fabrizio Romano á samfélagsmiðlinum Instagram. Romano sagði Akanji á leið til Tyrklands, sem sá síðarnefndi kveðst hreint ekki kannast við.

Romano greindi frá því í dag að Galatasaray í Tyrklandi væri langt komið með að ganga frá kaupum á Akanji frá Manchester City. Enska félagið hefði samþykkt 15 milljón punda tilboð í varnarmanninn og aðeins ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi skiptin.

Akanji svaraði færslu Romano á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði: Ég veit ekkert um þetta.

Akanji hefur verið leikmaður Manchester City frá sumrinu 2022 er hann var keyptur á um 15 milljónir punda frá Borussia Dortmund. Hann spilaði 26 leiki fyrir City í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann var hluti af liði Manchester City sem vann þrennuna; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu, tímabilið 2022-23.

Neðst á myndinni má sjá ummæli Akanji við færslu Romano.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×