Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 18:05 Arnar Gauti Arnarsson er einn af eigendum Happy Hydrate. Vísir Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn. Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn.
Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira