Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 18:05 Arnar Gauti Arnarsson er einn af eigendum Happy Hydrate. Vísir Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn. Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn.
Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira