Enski boltinn

Á að reka um­boðs­manninn á stundinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alan Shearer hreifst ekki af yfirlýsingu Isaks í gær.
Alan Shearer hreifst ekki af yfirlýsingu Isaks í gær. Samsett/Getty

Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær.

Shearer gagnrýndi hegðun Isak síðast í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, um helgina en eftir vendingar gærkvöldsins tvíefldist hann í vanþóknun sinni á hegðun Svíans.

Isak birti yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í gær þar sem hann sagði Newcastle hafa brotið loforð gegn sér og að hann sæi ekki fram á framtíð hjá félaginu.

Shearer segir Isak hafa „hellt olíu á eldinn“ með yfirlýsingum sínum og að ummælin „hjálpi ekki neinum“. Staðan sé nú „algjörlega vonlaus“.

Hann kennir þá um umboðsmanni Isaks, Vlado Lemic, um slæma ráðgjöf í málinu.

„Ef ég væri hann myndi ég reka umboðsmanninn á staðnum, strax. Þetta er fáránlegt. Það eru tvær hliðar á öllum málum en mín tilfinning er enn sú sama: Hann er að fara ranga leið að því að fá það sem hann vill,“

„Að detta í hug að gefa frá sér þessa yfirlýsingu í gærkvöldi er að hella olíu á eldinn - sem hann þurfti ekki að gera,“ segir Shearer.


Tengdar fréttir

Isak skrópar á verðlaunahátíð

Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×