Fótbolti

Diljá inn­siglaði sigur toppliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dyljá Ýr Zomers er að nýta tækifærin sín vel í byrjunarliði Brann.
Dyljá Ýr Zomers er að nýta tækifærin sín vel í byrjunarliði Brann. Vísir/Anton Brink

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers opnaði í kvöld markareikning sinn fyrir norska félagið Brann þegar liðið styrkti stöðu sína á toppnum.

Brann vann þá góðan 2-0 útisigur á Kolbotn en með þessum sigri þá hélt Bergen félagið fjögurra stiga forskoti á toppnum.

Brenna Lovera, fyrrum leikmaður ÍBV og Selfoss á Íslandi, skoraði fyrra markið á 17. mínútu.

Diljá kom Brann síðan í 2-0 á 68. mínútu. Hún spilaði allan leikinn.

Yfirburðir Brann voru miklir, liðið var 74 prósent með boltann og átti 35 skot gegn aðeins 4.

Þetta var fjórði leikur Diljár með Brann en sá annar í byrjunarliði síðan hún kom til norska félagsins eftir Evrópumótið í Sviss. Hún hefur átt þátt í marki í báðum byrjunarliðsleikjum sínum því hún lagði upp mark í þeim fyrsta.

Annað Íslendingalið, Vålerenga, vann líka sinn leik og er í öðru sætinu á eftir Brann. Vålerenga vann 3-1 heimasigur á Lilleström.

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Vålerenga en var tekin af velli á 62. mínútu í stöðunni 2-1.

Olaug Tvedten (2 mörk) og Karina Sævik skoruðu fyrir Vålerenga í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×