Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar 21. ágúst 2025 08:00 Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun