Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun