Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. ágúst 2025 10:32 Hér má sjá vettvang hraðbankaþjófnaðarins. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25