„Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Getty Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deildi nýverið uppskrift á samfélagsmiðlum að ljúffengum næturgraut sem hún lýsir sem hreinum unaði fyrir bragðlaukana. „Það verða örugglega samin ljóð um þennan unað. Hitabylgja herjar á Danaveldi og þá garga bragðlaukarnir á eitthvað svalt og kalt í munnholið. Og inn kemur þetta snarholla gómsæti eins og riddarinn á hvíta hrossinu með þessu dúndur kombói af sykurlausri sítrónusælu og jarðaberjum. Hugurinn reikar á Amalfiströnd Ítalíu þar sem trjágreinar svigna undan spikfeitum djúsí sítrónum með hnausþykkan börk. Sítrónur og jarðaber knúsa nefnilega hvort annað eins og tvær ástfangnar pöndur,“ skrifar Ragga á kómískan hátt við færsluna á Facebook. Uppskriftin er einföld og hentar vel sem hollur morgunverður eða millimál. „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Hráefni: 50g haframjöl 2 msk Chia fræ 100 ml mjólk 2 msk skyr/jógúrt 2 msk sítrónusæla (Lemon Curd) 5-7 dropar vanillu stevia Nokkur niðursneidd fersk jarðaber Aðferð: Hrærið saman haframjöli, sítrónusælu, chiafræjum, mjólk, jógúrti og vanilludropum. Setjið hafrablönduna í fallegt glas eða krukku. Skerið jarðarber í sneiðar og raðið þeim ofan í hliðarnar á glasinu og í blönduna. Bætið sítrónusælu og fleiri jarðaberjum ofan á blönduna. Geymið í ísskáp yfir nótt. Daginn eftir má bæta við fleiri jarðaberjum, súkkulaði eða öðru sem ykkur lystir. Uppskriftir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Það verða örugglega samin ljóð um þennan unað. Hitabylgja herjar á Danaveldi og þá garga bragðlaukarnir á eitthvað svalt og kalt í munnholið. Og inn kemur þetta snarholla gómsæti eins og riddarinn á hvíta hrossinu með þessu dúndur kombói af sykurlausri sítrónusælu og jarðaberjum. Hugurinn reikar á Amalfiströnd Ítalíu þar sem trjágreinar svigna undan spikfeitum djúsí sítrónum með hnausþykkan börk. Sítrónur og jarðaber knúsa nefnilega hvort annað eins og tvær ástfangnar pöndur,“ skrifar Ragga á kómískan hátt við færsluna á Facebook. Uppskriftin er einföld og hentar vel sem hollur morgunverður eða millimál. „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Hráefni: 50g haframjöl 2 msk Chia fræ 100 ml mjólk 2 msk skyr/jógúrt 2 msk sítrónusæla (Lemon Curd) 5-7 dropar vanillu stevia Nokkur niðursneidd fersk jarðaber Aðferð: Hrærið saman haframjöli, sítrónusælu, chiafræjum, mjólk, jógúrti og vanilludropum. Setjið hafrablönduna í fallegt glas eða krukku. Skerið jarðarber í sneiðar og raðið þeim ofan í hliðarnar á glasinu og í blönduna. Bætið sítrónusælu og fleiri jarðaberjum ofan á blönduna. Geymið í ísskáp yfir nótt. Daginn eftir má bæta við fleiri jarðaberjum, súkkulaði eða öðru sem ykkur lystir.
Uppskriftir Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira