„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Bjarni Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“ Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“
Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira