Fótbolti

„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valgeir kom að báðum mörkum Breiðabliks.
Valgeir kom að báðum mörkum Breiðabliks. vísir / diego

„Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn.

Sigurinn var eins og Valgeir segir, langþráður. Breiðablik hafði ekki unnið síðustu átta leiki í röð en sýndi algjöra yfirburði í kvöld og hefði hæglega getað unnið stærra.

„Mjög langþráður sigur, við vorum smá svekktir að ná bara 2-1 sigri hérna því það hefði verið betra að fara með betri úrslit út. En við unnum og það er það sem skiptir máli. Fá sigur og sjálfstraustið aftur“ segir Valgeir.

Vítaspyrnan sem hann fiskaði var vafasöm, eins og fleiri vítaspyrnur sem Valgeir hefur fiskað í sumar. Klókur leikmaður sem kann að láta sig detta þegar þess þarf.

„Þetta var klárt víti, eins og öll vítin hjá mér í sumar. Maður fer bara niður á réttu mómenti, ef maður fær snertingu þá fer maður niður, það er bara svoleiðis… 

Ef maður fær snertingu, af hverju á maður ekki að fara niður? Hann er að trufla jafnvægið, þannig að þetta er bara klárt víti“ segir Valgeir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×