Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 09:33 Jakub Jankto skoraði fjögur mörk í 45 A-landsleikjum fyrir Tékkland. Getty/James Williamson Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023. Fótbolti Hinsegin Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira