Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 09:33 Jakub Jankto skoraði fjögur mörk í 45 A-landsleikjum fyrir Tékkland. Getty/James Williamson Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023. Fótbolti Hinsegin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira