Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 14:30 Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun