Aurier í bann vegna lifrarbólgu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 09:30 Serge Aurier hefur meðal annars leikið með Nottingham Forest og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. EPA/PETER POWELL Serge Aurier, fyrrverandi leikmaður Tottenham, PSG og Nottingham Forest, hefur verið úrskurðaður í bann frá öllum fótbolta í Íran, aðeins mánuði eftir að hann gekk í raðir íranska félagsins Persepolis. Íranska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta og sagði að Aurier mætti ekki svo mikið sem mæta á æfingar á næstunni, en talið er að hann verði í banni næstu sex mánuðina. Ástæðan mun vera sú að hann greindist með lifrarbólgu B, sem er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum á milli einstaklinga, og taldi íranska sambandið ekki annað hægt en að halda Aurier í einangrun þar til öruggt væri að hann hefði losnað við veiruna. Flestir sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum og mun Aurier gangast aftur undir próf síðar til að ganga úr skugga um að hann geti ekki smitað neinn, áður en hann stígur aftur inn á fótboltavöllinn. Aurier hefur hins vegar þegar brugðist við þessum fréttum á Snapchat-reikningi sínum þar sem hann sagðist vera á æfingu og að fréttirnar, sem miðlar á borð við L‘Equipe í Frakklandi hafa flutt, væru ekki réttar – það væri í góðu lagi með hann. Þá sýndi hann einnig liðsfélaga sinn í myndbandinu. Samkvæmt írönskum miðlum eru forráðamenn Persepolis að íhuga að rifta samningi við Aurier. Hann kom til félagsins eftir að hafa verið orðinn samningslaus hjá Galatasaray á síðasta ári. Þessi 32 ára bakvörður lék áður með Forest 2022-24, Villarreal 2021-22 og Tottenham 2017-21, eftir að hafa farið frá Frakklandi þar sem þessi öflugi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar lék með PSG, Toulouse og Lens. Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Íranska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta og sagði að Aurier mætti ekki svo mikið sem mæta á æfingar á næstunni, en talið er að hann verði í banni næstu sex mánuðina. Ástæðan mun vera sú að hann greindist með lifrarbólgu B, sem er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum á milli einstaklinga, og taldi íranska sambandið ekki annað hægt en að halda Aurier í einangrun þar til öruggt væri að hann hefði losnað við veiruna. Flestir sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum og mun Aurier gangast aftur undir próf síðar til að ganga úr skugga um að hann geti ekki smitað neinn, áður en hann stígur aftur inn á fótboltavöllinn. Aurier hefur hins vegar þegar brugðist við þessum fréttum á Snapchat-reikningi sínum þar sem hann sagðist vera á æfingu og að fréttirnar, sem miðlar á borð við L‘Equipe í Frakklandi hafa flutt, væru ekki réttar – það væri í góðu lagi með hann. Þá sýndi hann einnig liðsfélaga sinn í myndbandinu. Samkvæmt írönskum miðlum eru forráðamenn Persepolis að íhuga að rifta samningi við Aurier. Hann kom til félagsins eftir að hafa verið orðinn samningslaus hjá Galatasaray á síðasta ári. Þessi 32 ára bakvörður lék áður með Forest 2022-24, Villarreal 2021-22 og Tottenham 2017-21, eftir að hafa farið frá Frakklandi þar sem þessi öflugi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar lék með PSG, Toulouse og Lens.
Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira