Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 12:44 Serena er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir fyrirtækið Ro en sjálf hefur hún misst fjórtán kíló á slíku lyfi. Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra. Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra.
Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25