Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 15:59 Þróttarar fögnuðu vel eftir sigurinn gegn Selfossi í dag. Þeir hafa verið á mikilli siglingu. vísir/Viktor Þróttarar eru komnir á topp Lengjudeildar karla í fótbolta, þó aðeins í tvo klukkutíma, í þeirri hörðu barátta sem er í gangi um sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þróttur vann Selfoss í Laugardalnum, 2-1, þar sem Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson gerði bæði mörk heimamanna en landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Daði Böðvarsson minnkaði muninn. Þróttur er því með 38 stig eftir 19 leiki. Næstu tvö lið, Njarðvík og Þór, mætast hins vegar á Akureyri nú klukkan 16 og ljóst að annað þeirra kemst upp fyrir Þrótt því Njarðvík er með 37 stig og Þór 36, og bæði með betri markatölu en Þróttur. Þróttarar fagna sigrinum gegn Selfossi í dag, sem kom þeim á topp Lengjudeildarinnar um tíma.vísir/Viktor ÍR-ingar eru hins vegar að heltast úr lestinni því þeir gerðu 1-1 jafntefli við Leikni í Breiðholtsslag í efra Breiðholti. ÍR er nú með 34 stig, fjórum stigum frá toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Renato Punyed kom ÍR yfir en Axel Freyr Harðason jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok. HK-ingar eru einnig með 34 stig, eftir 5-1 stórsigur gegn Fjölni í Egilshöllinni, og eru ÍR og HK því jöfn í 4.-5. sæti. Dagur Ingi Axelsson skoraði tvö marka HK , og þeir Þorsteinn Aron Antonsson, Jóhann Þór Arnarsson og Karl Ágúst Karlsson eitt hver. Árni Steinn Sigursteinsson jafnaði metin í 1-1 á 16. mínútu en það dugði skammt. Fylkir kom sér svo úr botnsætinu með stórsigri gegn Grindavík á útivelli, 4-0, og alla leið upp í 9. sæti með 17 stig. Eftir sitja Selfoss (16 stig) og Fjölnir (15 stig) í fallsætunum en Leiknir og Fylkir eru með 17 stig. Eyþór Aron Wöhler og Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fylki. Upplýsingar um markaskorara eru frá Fótbolta.net. Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Fylkir HK ÍR Leiknir Reykjavík Fjölnir UMF Grindavík UMF Selfoss Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Þróttur vann Selfoss í Laugardalnum, 2-1, þar sem Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson gerði bæði mörk heimamanna en landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Daði Böðvarsson minnkaði muninn. Þróttur er því með 38 stig eftir 19 leiki. Næstu tvö lið, Njarðvík og Þór, mætast hins vegar á Akureyri nú klukkan 16 og ljóst að annað þeirra kemst upp fyrir Þrótt því Njarðvík er með 37 stig og Þór 36, og bæði með betri markatölu en Þróttur. Þróttarar fagna sigrinum gegn Selfossi í dag, sem kom þeim á topp Lengjudeildarinnar um tíma.vísir/Viktor ÍR-ingar eru hins vegar að heltast úr lestinni því þeir gerðu 1-1 jafntefli við Leikni í Breiðholtsslag í efra Breiðholti. ÍR er nú með 34 stig, fjórum stigum frá toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Renato Punyed kom ÍR yfir en Axel Freyr Harðason jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok. HK-ingar eru einnig með 34 stig, eftir 5-1 stórsigur gegn Fjölni í Egilshöllinni, og eru ÍR og HK því jöfn í 4.-5. sæti. Dagur Ingi Axelsson skoraði tvö marka HK , og þeir Þorsteinn Aron Antonsson, Jóhann Þór Arnarsson og Karl Ágúst Karlsson eitt hver. Árni Steinn Sigursteinsson jafnaði metin í 1-1 á 16. mínútu en það dugði skammt. Fylkir kom sér svo úr botnsætinu með stórsigri gegn Grindavík á útivelli, 4-0, og alla leið upp í 9. sæti með 17 stig. Eftir sitja Selfoss (16 stig) og Fjölnir (15 stig) í fallsætunum en Leiknir og Fylkir eru með 17 stig. Eyþór Aron Wöhler og Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fylki. Upplýsingar um markaskorara eru frá Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Fylkir HK ÍR Leiknir Reykjavík Fjölnir UMF Grindavík UMF Selfoss Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira