Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti í fyrir­rúmi

Siggeir Ævarsson skrifar
Bruno Fernandes og félagar freista þess að sækja fyrstu stig tímabilsins í dag
Bruno Fernandes og félagar freista þess að sækja fyrstu stig tímabilsins í dag EPA/PETER POWELL

Enski boltinn er kominn á fulla ferð og tekur eðli málsins samkvæmt því töluvert pláss á sportrásum Sýnar í dag en það er fullt af allskonar í boði í dag.

Sýn Sport Ísland

FH tekur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag og hefst útsendingin klukkan 17:50.

Sýn Sport Ísland 2

KA tekur á móti Fram í Bestu deild karla og hefst sú útsending klukkan 16:50

Sýn Sport

Enski er allsráðandi á Sýn Sport. Klukkan 12:40 er leikur Everton og Brighton á dagskrá og klukkan 15:05 tekur við leikur Fulham og Manchester United.

Að honum loknum, klukkan 17:35, er komið að Sunnudagsmessunni þar sem sérfræðingar Sýnar Sports gera upp alla leiki 2. umferðar.

Sýn Sport 2

Klukkan 12:40 er leikur Crystal Palace og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á dagskrá.

Sýn Sport 4

Það er golf í öll mál á Sýn Sport 4 í dag. Klukkan 11:00 er það Betfred British Masters og klukkan 19:00 er komið að CPKC Women's Open mótinu.

Sýn Sport Viaplay

Leikur Alingsas og Pitea í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er á dagskrá klukkan 10:50. Klukkan 13:20 skiptum við svo yfir til Þýskalands þar sem leikur Mainz 05 og Köln er á dagskrá og klukkan 15:30 er leikur M'gladbach og Hamburger SV á dagskrá.

Við lokum deginum svo frá öldungamóti í golfi þar sem sýnt verður frá U.S. Senior Women's Open klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×