Algjört hrun í fálkastofninum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2025 21:33 Mynd af fálka úr safni. Vísir/Vilhelm Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30