Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 10:35 Baldvin Þór Magnússon setti brautarmet í 10 km hlaupi og mætti svo í viðtali í beinni útsendingu á Vísi. Vísir Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31