Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar