Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 14:34 Norsku kafararnir leituðu að löxum í Haukadalsá í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Af nítján löxum sem veiddir voru í ám á Vestur- og Norðurlandi á síðustu dögum og sendir voru í erfðagreiningu, er staðfest að þrír eru úr sjókvíaeldi. Átta laxar eru ekki í greiningarferli og þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að þó að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám sé núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafi veiðst. Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa að undanförnu unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga. Alls voru nítján laxar úr ám á Vestur- og Norðurlandi sendir í erfðagreiningu og eru nú niðurstöður komnar úr greiningu ellefu laxa sem veiddir voru í Haukadalsá dagana 14. og 15. ágúst síðastliðinn. Af þeim reyndust átta villtir en staðfest var að þrír laxar voru úr eldi. Ennfremur segir að átta laxar séu enn í greiningarferli, þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Norsku kafararnir að störfum. Vísir/Anton Brink „Tilkynning varðandi tvo laxa barst um helgina frá umræddu svæði. Þó svo að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám og veiðimenn eru sérstaklega beðnir að vera vakandi yfir eldiseinkennum á veiddum löxum, sjá hér. Ef lax með eldiseinkenni veiðist er þess áfram óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Stofnanirnar munu í samstarfi birta frekari fréttir eftir því sem ný gögn berast og sér í lagi ef mat á alvarleika stöðunnar breytist,“ segir á vef Matvælastofnunar. Matvælastofnun Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22 Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23 Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að þó að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám sé núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafi veiðst. Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa að undanförnu unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga. Alls voru nítján laxar úr ám á Vestur- og Norðurlandi sendir í erfðagreiningu og eru nú niðurstöður komnar úr greiningu ellefu laxa sem veiddir voru í Haukadalsá dagana 14. og 15. ágúst síðastliðinn. Af þeim reyndust átta villtir en staðfest var að þrír laxar voru úr eldi. Ennfremur segir að átta laxar séu enn í greiningarferli, þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu. Norsku kafararnir að störfum. Vísir/Anton Brink „Tilkynning varðandi tvo laxa barst um helgina frá umræddu svæði. Þó svo að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám og veiðimenn eru sérstaklega beðnir að vera vakandi yfir eldiseinkennum á veiddum löxum, sjá hér. Ef lax með eldiseinkenni veiðist er þess áfram óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar. Stofnanirnar munu í samstarfi birta frekari fréttir eftir því sem ný gögn berast og sér í lagi ef mat á alvarleika stöðunnar breytist,“ segir á vef Matvælastofnunar.
Matvælastofnun Sjókvíaeldi Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22 Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23 Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. 22. ágúst 2025 14:22
Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. 25. ágúst 2025 09:23
Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21. ágúst 2025 17:47