„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 22:31 Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu og Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. Vísir/Stefán Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira