Innlent

Byssan reyndist leik­fang

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti fjölda minniháttar mála í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti fjölda minniháttar mála í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt eftir að sást til þriggja drengja með byssu. Lögregla fann drengina og byssan reyndist leikfang.

Alls voru 107 mál skráð á vaktinni en flest þeirra virðasta hafa verið minniháttar og varðað ökumenn.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem ekið var á dreng sem var að hjóla. Áverkar hans voru ekki alvarlegir en hann fór á bráðamóttöku í fylgd með foreldri.

Tvær tilkynningar bárust um þjófnað í matvöruverslun og þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem einstaklingur var sagður vera að „kíkja á bíla“ en viðkomandi fannst ekki.

Þó nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni og að minnsta kosti fjórir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þá voru nokkrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að aka gegn rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×