Íslenski boltinn

Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistara­völlum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örvar Eggertsson skoraði tvívegis á Meistaravöllum.
Örvar Eggertsson skoraði tvívegis á Meistaravöllum. vísir/diego

Örvar Eggertsson var hetja Stjörnunnar þegar liðið sótti sigur gegn KR á Meistaravelli, 1-2, í Bestu deild karla í gær. Með sigrinum stimpluðu Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna.

Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 34 stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals sem á leik til góða.

Örvar kom Stjörnunni yfir strax á 8. mínútu í leiknum á Meistaravöllum í gær. KR sótti stíft eftir þetta og fyrirliði liðsins, Aron Sigurðarson, jafnaði í upphafi seinni hálfleiks.

Þegar fimm mínútur voru eftir kom Örvar Stjörnumönnum aftur yfir þegar hann skallaði hornspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar í netið. Örvar er kominn með níu mörk í Bestu deildinni en aðeins Patrick Pedersen (18) og Eiður Gauti Sæbjörnsson (10) hafa skorað meira.

KR er í 10. sæti deildarinnar með 23 stig en gæti endað daginn í fallsæti ef Afturelding vinnur Val á Hlíðarenda í kvöld.

Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta

KR tapaði gegn Stjörnunni 1-2 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. KR-ingar fengu ótalmörg marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta. KR er sem stendur í 10. sæti með 23 stig og þarf Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, að finna einhverja lausn ætli þeir að koma sér úr fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×